SmellWell er sænskt fyrirtæki sem framleiðir vörur sem eyða vondri íþróttalykt. Fyrsta varan þeirra eru ilmpokar til að setja í táfýluskó. Þeir koma í tveimur stærðum og fjölmörgum litum. Þú setur ilmpokana þar sem þú vilt losna við vonda lykt eins og t.d í skóm, íþróttatöskum, bleyjufötum ofl. Rakinn sem myndast á þessum stöðum gerir það að verkum að til verða bakteríur og ólykt. Það sem ilmpokarnir gera er að draga í sig rakann og því verður engin lykt. Pokarnir skilja einnig eftir góðan ilm eftir notkun.
Eftir notkun (8 klst) eru pokarnir látnir standa í opnu rými í 12 klst. Tveir pokar eru í hverjum pakka. Pokarnir eru margnota, reiknað með að þeir endist í 3-6 mánuði eftir notkun.
Umhverfisvænt íþróttaþvottaefni frá SmellWell.
- Öflugt efni sem hreinsar og losar um vonda lykt sem festist í íþróttafatnaði.
- Áhrifamikil leið til að losa um bletti sem myndast við notkun á íþróttafatnaði.
- Viðheldur eiginleikum háþróaðs íþróttafatnaðar og lætur fatnaðinn endast lengur.
- Virkar einnig vel fyrir allan almennan þvott.
- Umhverfisvottað, fer vel með umhverfið og fötin.
Sölustaðir fyrir SmellWell eru:
Hagkaup, Fætur Toga, Jói Útherji, Sportbær, Msport, Músik&sport, Heimkaup, Sportval, Sportver, Betra Sport, Vaskur, Axel Ó, Skóbúð Húsavíkur,