ICESPIKE – Hálkuvörn
Ekki láta hálku stoppa þig, þú getur haldið áfram að hlaupa eða ganga á Icespike.
Vandaðir skrúfubroddar undir hlaupaskó, vinnuskó og aðra skó sem nota á í hálku.
Endast yfir 800 km, mikið lengur en flest allar aðrar hálkuvarnir.
Frábærir undir vöðlur og aðra vinnuskó.
Skemma ekki skó og ekkert mál að skrúfa úr.
Icespike eru hágæða hálkuskrúfur úr hertu stáli (50-52 rockwell) sem er hægt að skrúfa í nánast hvaða skó sem er og skemma ekki skóna þegar þær eru teknar úr.
Þeir þyngja skóna lítið sem ekkert og breyta ekki jafnvægispunkti svo að skórnir haldi eiginleikum sínum sem allra best.
Trufla lítið sem ekkert þegar hlaupið er á auðu malbiki og renna ekki til.
Deluxe pakkinn inniheldur skrúfjárn og 32 skrúfur/hálkubrodda.
Only pakkinn inniheldur aðeins 32 skrúfur/hálkubrodda. Einnig er hægt að nota borvél til að festa skrúfurnar/hálkubroddana.
Mælt er með að nota 10-12 skrúfur í hvorn skó fyrir hlaup og 8-10 fyrir göngu. Skrúfið í gúmmí en ekki í frauðefni miðsólans því gúmmísólinn heldur betur í skrúfuna.
Forðist að skrúfa í þunnbotna skó því þá er hætta á að þú finnir fyrir skrúfunum.
Sölustaðir:
Fætur Toga, Heimkaup, Msport, Stúdíó Sport, Sportver, Eirberg, Lyfjaval Urðarhvarfi, Sportbær, Hlaupár, Fjallakofinn, Kaupfélag Borgfirðinga, Apótek Suðurlands, Skóbúð Húsavíkur, Verslunin Axel Ó